Austur- Evrópa

Nú hef ég lokið við powerpoint glærurnar mínar um Austur- Evrópu um Drakúla greifa, Volgu, Sankti Pétursborg, Úralfjöll og sígauna.

Hér eru glærurnar mínar


Plöntugreining í náttúrufræði

Undanfarið hef ég verið að vinna með plöntur og blóm í náttúrufræði. Ég fór út og náði mér í plöntu, fór svo inn og þurrkaði plöntuna. Ég valdi mér plönturnar Vallhumall og Brennisóley. Ég greindi plöntuna með hjálp frá bókinni Flóra Íslands. Ég skrifaði síðan textann í samfellt mál í vinnubókina og límdi plöntuna inn með bókaplasti. Ég var veikur þegar átti að greina þriðju plöntuna og endaði því bara með tvær plöntur. Ég lærði mikið um plönturnar sem ég valdi mér, einnig hvað náttúran er skemmtileg og að maður á að ganga vel um hana. Mér gekk mjög vel og vann hratt. Mér fannst mjög skemmtilegt og fróðlegt að vinna þetta verkefni og vona að við gerum eitthvað þessu líkt aftur.vallhumall_1033736

soley1


Enska

Í ensku hef ég verið að gera photostory myndband um mig. Ég skrifaði niður í stílabók áhugamálin mí og hvað mér þykir best að borða og margt fleira. Svo fór ég í tölvu og fann myndir sem pössuðu við textann. Þar á eftir fór ég í photostory og bjó til myndband. Svo bloggaði ég um myndbandið.

Hér er myndbandið ME.


Hvalir

 

  • Hvalir eru spendýr.
  •  Þeir finnast í öllum heimsins höfum. 
  • Þeir heyra mjög vel en sjá frekar illa.
  •  Steypireyður er stærsta dýr jarðar. 
  • Hún getur orðið allt að 33 metrar á lengd.
  • Hvalir skiptast í tvo undir ættbálka: Tannhvali og skíðishvali.
  •  Karldýrið er kallað tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur.
  •  Kýrin gengur með kálfinn í 8-10 mánuði áður en hún kelfir honum.
  • Aðeins 11 tegundir skíðishvala eru til í heiminum en 80 tegundir tannhvala.
  • Hvalir anda að sér lofti í gegnum blásturop sem er á höfðinu.
  • Framlimir hvala kallast bægsli.
  • Skíðishvalir hafa engar tennur.
  • Í stað þess hafa þeir hornblöð, hvert fyrir aftan annað báðum megin í kjaftinum.
  • Hornblöðin kallast skíði.
  • Á skíðunum eru tægjur og hár sem fæðan festist í.
  • Tannhvalir eru grimmir.
  • Þeir nota tennurnar til að grípa sleipa bráðina.

Vestmannaeyjagosið 1973

Undanfarið hef ég verið að vinna að PowerPoint glærukynningu í náttúrufræði. Ég mátti velja mér eldfjall til að skrifa um. Ég valdi mér Eldfell eða Vestmannaeyjagosið árið 1973. Ég fékk hefti með upplýsingum.Ég skrifaði allar upplýsingarnar mínar í rammann. Svo fór ég í tölvu og skrifaði upplýsingarnar í PowerPoint. Ég notaði google.is til að finna myndir sem pössuðu við textann. Þar á eftir vistaði ég glærurnar á slideshare.net.

Hér sjáiði glærukynninguna Vestmannaeyjagosið 1973

Vestmannaeyjagosið 1973.

Hemildaritgerð um lífið á íslandi á 13. öld

Ég hef verið að vinna heimildaritgerð um lífið á 13. öld. Ég notaðist við tvær heimildir, Gásagátan og Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum. Ég byrjaði að skrifa allar upplýsingar á miða, hvern kafla fyrir sig. Þetta voru 13 kaflar sem við áttum að skrifa. Þegar ég var búinn að skrifa alla kaflana fór ég í tölvu og skrifaði upp eftir miðunum. Ég setti myndir og bjó til aðgang að box.net og vistaði ritgerðina þar.W00t

Hér er ritgerðin


Það mælti mín móðir

Ég hef verið að vinna myndband með ljóðinu sem Egill Skallagrímsson orti til móður sinnar. Ég notaði photostory og fann myndir á google. Ég las ljóðið inn á myndbandið og bjó mér til aðgang að YouTube. Ég setti myndbandið á YouTube bloggaði. Mér gekk vel að vinna með photostory forritið, ég var líka fjóltur að finna góðar myndir og Það gekk bara alveg ágætlega að stofna YouTube aðgang. Þetta er myndbandið. Grin


FERÐ Í BORGARFJÖRÐ

Tilgangur ferðarinnar var til að skoða slóðir Egils Skallagrímssonar og staði sem tengjast ævi hans.Þegar við komum til Borgarness fórum við á Landnámssetrið. Þar fengum við að heyra sögu Egils lesna.  Að því loknu skoðuðum við Brákarsund. Þar var minnisvarði úr steinum. Svo fórum við í Skallagrímsgarð og skoðuðum haug Skallagríms og Böðvars sonar Egils og styttu af Agli vera að bera Böðvar til grafar. Þá fórum við að Borga á Mýrum þar sem Egill átti heima. Við skoðuðum kirkjuna og fórum upp á klettinn fyrir aftan hana. Svo fórum við í Reykholt. Þar átti  Snorri Sturluson heima en talið er að Snorri hafi skrifað sögu Egils. Við fengum okkur að borða hádegismat og fórum svo í kirkjuna. Þar sagði Geir Waage, prestur okkur frá ævi Snorra Sturlusonar. Við skoðuðum Snorralaug, „heita pottinn“ hans Snorra. Við skoðuðum líka rústir af húsinu hans.

Svo fórum við í rútuna og keyrðum heim.

Mér fannst þetta mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð og ég vona að við förum í fleiri svona skemmtilegar ferðir.

                             

                                                                                                                                         


Samfélagsfræði

Á haustönninni hef ég verið að læra um Norðurlöndin. Ég fékk bók um öll Norðurlöndin hvert fyrir sig og um allt sem tengist þeim. Ég las í bókinni hvert land fyrir sig og tók próf úr flestum. Ég var að vinna glæru-verkefni í tölvum í Power Point. Ég átti að velja mér eitt Norðurland og gera glærur um það. Ég aflaði mér upplýsinga í Norðurlandabókinni. Svo vistaði ég glærurnar á slideshare. Ég bjó svo til bloggsíðu. 

þetta er Power Point verkefnið mitt Undur og stórmerki


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband