Hvalir

 

  • Hvalir eru spendýr.
  •  Þeir finnast í öllum heimsins höfum. 
  • Þeir heyra mjög vel en sjá frekar illa.
  •  Steypireyður er stærsta dýr jarðar. 
  • Hún getur orðið allt að 33 metrar á lengd.
  • Hvalir skiptast í tvo undir ættbálka: Tannhvali og skíðishvali.
  •  Karldýrið er kallað tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur.
  •  Kýrin gengur með kálfinn í 8-10 mánuði áður en hún kelfir honum.
  • Aðeins 11 tegundir skíðishvala eru til í heiminum en 80 tegundir tannhvala.
  • Hvalir anda að sér lofti í gegnum blásturop sem er á höfðinu.
  • Framlimir hvala kallast bægsli.
  • Skíðishvalir hafa engar tennur.
  • Í stað þess hafa þeir hornblöð, hvert fyrir aftan annað báðum megin í kjaftinum.
  • Hornblöðin kallast skíði.
  • Á skíðunum eru tægjur og hár sem fæðan festist í.
  • Tannhvalir eru grimmir.
  • Þeir nota tennurnar til að grípa sleipa bráðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband