Reykir

Vikuna 14. - 18. nóvember fór ég með krökkunum í 7. bekk í Ölduselsskóla á Reyki. Við gistum á Grund. Við strákarnir gistum uppi á efri hæðinni og stelpurnar niðri. Við gistum í tveggja manna herbergjum og ég svaf í herbergi með Pálma. Skólinn sem fór með okkur var Giljaskóli á Akureyri. Greinarnar sem við fórum í voru íþróttir, stöðvaleiki, náttúrufræði, byggðasafnið og undraheimur auranna. Í íþróttum fórum við í marga skemmtilega leiki og í náttúrufræði fannst mér mjög áhugavert og skemmtilegt að skoða marflærnar í fjörunni. Í stöðvaleikjum var okkur sögð skemmtileg saga um konu og mann sem voru hálshöggvin með öxi. Í lok tímans fengum við svo að halda á nákvæmri eftirlíkingu af öxinni. Á byggðasafninu fengum við að skoða hlutina og svo fórum við í allskonar leiki sem fólk lék sér í, í gamla daga og í undraheim auranna fórum við í skemmtilegt spil þar sem maður átti að safna pening. Mér fannst þetta mjög skemmtileg vika og það var gaman að kynnast nýjum krökkum. 

 

reykir 50262_166994439985541_7786018_n

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband